Unnið gegn verðbólgu og fátækt

Frábær leið til að vinna gegn verðbólgu og fátækt væri að banna alla opinbera styrki til fjölmiðla og leggja RÚV niður.  Góð dæmi um hve ríkisfjölmiðlar eru slæmir má sjá í helstu fasistaríkjunum.


mbl.is Minni miðlar fá hlutfallslega meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að banna alla opinbera styrki til fjölmiðla og leggja RÚV niður hefði engin jákvæð áhrif á fátækt og verðbólgu. Verðbólga er einnig að plaga ríki þar sem fjölmiðlar eru hvorki ríkisstyrktir né ríkisreknir og fátækt þar er meiri en hér.

Í helstu fasistaríkjunum eru fjölmiðlar sem ekki fylgja línu stjórnvalda bannaðir. Það er því ekki hægt að nota fjölmiðla fasistaríkja sem dæmi um galla ríkisfjölmiðla. Þá væri eins hægt að nota dómskerfi og lögreglu fasistaríkja sem dæmi um ókosti þess að vera með dómskerfi og lögreglu. 

Ríkisstyrktir eða ríkisreknir fjölmiðlar eru algengir á vesturlöndum og tryggja að peningaöflin séu ekki ein um fréttaflutning. Það mætti jafnvel með góðum rökum segja að þeir fjölmiðlar haldi niðri auglýsingaverði og stuðli þannig að lægra vöruverði og lægri verðbólgu auk þess að veita vel launuð störf og vinna þannig gegn fátækt.

Vagn (IP-tala skráð) 8.11.2023 kl. 14:26

2 Smámynd: Guðmundur K Zophoníasson

Flestir fátækir myndu losna við að greiða útvarpsgjaldið sem munar aldeilis um fyrir þann hóp.  Síðan er mikill opinber kostnaður við það eitt að ákveða hvaða fjölmiðla á styrkja og hverjum á að mismuna. Svo eru útgjöldin sjálf vegna styrkjanna sem þarf að fjármagna með lántökum, auknum sköttum og þjónustugjöldum.  Þannig að áhrifin á fátækt gætu orðið mikil.

Með lækkun ríkisútgjalda minnkar þennsla sem leiðir til lægri verðbólgu og ríkisstarfsmennirnir sem hægt yrði að segja upp þyrftu að leita sér að nýrri vinnu sem myndi minnka þennslu á vinnumarkaði en þennsla á vinnumarkaði er stór ástæða fyrir verðbólgunni.

Lögregla og fjölmiðlar eru ósambærilegir hlutir.

Þegar fjölmiðlar eru ríkisstyrktir þurfa þeir að fylgja línu ríkisins að miklu leiti til þess halda sér á ríkisjötunni.  það er því líklegt að fjölmiðlun yrði betri án ríkisafskipta.  Fjármálaöflin myndu ekki standa ein að fjölmiðlun og eru þar að auki tæplega verri en ríkið.

Guðmundur K Zophoníasson, 8.11.2023 kl. 15:11

3 identicon

Þú gefur þér að skattar lækki þó ekkert segi að svo yrði. Ekki lækkaði söluskatturinn þó Þjóðarbókhlaðan risi. Og að ríkisútgjöld dragist saman við það að þurfa að greiða atvinnuleysisbætur og efla eftirlit með frjálsu fjölmiðlunum. Sennilegra er að útgjöld mundu hækka og tekjur lækka ef ekki væri bætt í skattheimtuna. Auk þess sem hærri auglýsingakostnaður verslunar og fyrirtækja færi beint út í verðlagið.

Hegðun stofnana fasistaríkja, hvort sem er þeirra fjölmiðill eða lögregla, verða aldrei að viðmiði þegar ræða á hvað eru kostir og gallar ríkisreksturs lýðræðisríkja. Samanburðurinn er út í hött.

Ríkisreknir fjölmiðlar lýðræðisríkja fylgja þeim lögum sem sett eru til að tryggja þeim sjálfstæði en ekki stefnu stjórnvalda. Til dæmis gagnrýnir RUV stjórnvöld og peningavaldið miskunnarlaust þó Bjarni Ben sé óskeikull snillingur á síðum Moggans og stórútgerðin þar allt að því góðgerðarfélög, stöð tvö lætur svo eins og ekkert sé að frétta hjá Samherja frá stofnun annað en jólabónusar starfsfólks og styrkir til fiskidagsins mikla á Dalvík. Og eins og þar sem fjölmiðlar njóta ekki ríkisstyrks og enginn fjölmiðill er ríkisrekinn þá mundu fjármálaöflin standa ein að fjölmiðlun og stórfyrirtæki ráða hvaða fréttir þú færð og hvaða mál fréttamenn skoða.

Vagn (IP-tala skráð) 8.11.2023 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband