Fjölgun ríkisstarfsmanna og mannréttindabrot

Enn ein aðgerðin til jafna stöðu með mismunun.  Hvað er svo næst? Margþrepaskipt áfengisgjaldakerfi eftir stærð fyrirtækja?

Auknar flækjur í umhverfi fyrirtækjarekstrar koma fram í fjölgun ríkisstarfsmanna og sóun á tíma atvinnurekenda.  Þarf ekki nefndir og starfshópa til að skilgreina hvað telst lítið fyrirtæki og hvað stórt?  Munu ekki einhver fyrirtæki brytja sig niður í smærri einingar til að losna við mestu skattpíninguna?  Með tilheyrandi kostnaði fyrir fyrirtækin og ríkið. Fleiri fyrirtæki fleiri ríkisstarfsmenn. Flóknari reglur fleiri ríkisstarfsmenn.

Maður gat átt von á svona rugli frá hinum íslenska Kim Jong Un en ekki ráðherra úr Sjálfstæðisflokknum.

Það er mikil þörf á að einfalda umhverfi atvinnurekstrar en þetta er skólabókardæmi um óheilbrigða mismunun og aukið flækjustig.

Í guðana bænum brjótið odd á oflæti ykkar og dragið þessa tillögu til baka.


mbl.is Lækka áfengisgjald á minni aðila á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband