Veikburða hlutabréfamarkaður

Umhverfi fjárfesta á Íslandi er verra en það var fyrir 25 árum.  Þá voru eflaust margir bjartsýnir á að tölvutæknin myndi á næstu árum stórbæta stöðuna. Það hefur aldeilis ekki gerst.  Tæknin hefur jafnvel verið notuð gegn fjárfestum.  Dæmi um slíkt er tilkoma vörslugjalda sem lögð eru á hlutafjáreign.  Gjöldin hamla samkeppni því þau eru einstaklega ógegnsæ og óþörf aukagjöld sem torvelda samanburð kjara.  Í sumum tilfellum er um mjög háar fjárhæðir að ræða og því hugsanlegt að hægt sé að líta á þau sem ólöglega skattheimtu, hlutabréfaeignarskatt.  í 40. Grein stjórnarskrár segir að engan skatt megi á leggja nema með lögum.

Grundvallaratriði í farsælum viðskiptasamböndum eru fyrirsjáanleiki og gegnsæi. Þetta eru einnig grundvallaratriði í siðmenningu.  Vörslugjöldin ganga gegn þessum grundvallaratriðum.

Auk þess hafa vörslugjöldin eftirfarandi skaðleg áhrif:

A. Auka bókhalds- og reikningshaldskostnað.

B. Auka uppgjörs- og endurskoðunarkostnað.

C. Auka kostnað við framtalsgerð, bæði einstaklinga og fyrirtækja.

D. Auka vinnu við skatteftirlit og fjölga ríkisstarfsmönnum.

E. Hækka fjármagnstekjuskatt af hlutabréfaviðskiptum einstaklinga.  Vörslugjöld koma strangt til tekið ekki til lækkunar á skattstofni til fjármagnstekjuskatts eins og kaup- og söluþóknanir af hlutabréfaviðskiptum.

F. Valda vanlíðan og óöryggi fjárfesta.

G. Auka kostnað hjá bönkum og öðrum verðbréfafyrirtækjum.  Flæking á einföldum hlutum eykur kostnað.

Vörslugjöldin eru líklega ein af stærri ástæðum fyrir veikburða hlutabréfamarkaði.  Vel hugsanlega stærsta ástæðan.

 

 


mbl.is Veikburða hlutabréfamarkaður áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Margra daga bið eftir andvirði eftir sölu, nokkuð sem tekur brot úr sekúndu á öðrum mörkuðum, er ekki til að bæta ástandið. Kaup og sölutilboð endast bara daginn og því þarf að setja inn tilboð daglega þegar á öðrum mörkuðum endist tilboð þar til það er uppfyllt eða hætt er við. Og bann við flestum gjörningum sem tíðkast og eru stór hluti af viðskiptum annarstaðar, - afleiður - skortsala - framtíðarsamningar - valréttur - skiptasamningar o.s.frv., hefur ekki góð áhrif. Flestir sem vilja stunda þessi viðskipti gefast fljótt upp á Íslenska markaðinum og snúa sér að erlendum aðilum. Hér miðast regluverkið og framkvæmdin öll við að þeir sem kaupa hlutabréf viti ekkert um hlutabréfaviðskipti, ætli sér að eiga hlutabréfin til elliáranna, að ekkert brask sé stundað og lítil áhætta tekin.

Baldur (IP-tala skráð) 19.5.2025 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband